Afdalamenn og orkupakkar Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. september 2018 11:55 Fyrst þetta: Sjálfstæði og velferð fæst ekki án efnahagslegs styrks, efnahagslegs sjálfstæðis, og efnahagslegt sjálfstæði fæst aðeins með þáttöku í alþjóðasamstarfi og fullri nýtingu alþjóðlegra markaða; Sjálfstæði og velferð án efnahagslegs sjálfstæðis er ekki til. Gott dæmi um þetta er Kúba. Sumir hér eru svo þröngsýnir og íhaldsamir, að þeir sjá skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til samvinnu, samstarfs og tengsla við erlend öfl, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógnun við sjálfstæði landsmanna, þó að gjaldmiðill landsmanna, blessuð krónan, hafi reynst hið mesta svikatól og bölvaldur; svo má illu venjast að gott þyki. Helzt verður að kalla þetta afdalamennsku. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar frjálslyndur, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring og skilning. Má þakka þessum hluta þjóðarinnar þær miklu framfarir og þá upprisu frá hruninu, sem orðið hefur. Þetta fólk skilur, að ný samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að jörðin er orðin einn vettvangur, sem allt mannkynið verður að deila með sér. Gagnkvæmur skilningur, samstarf manna og þjóða og virðing við lífríki jarðar hljóta því að verða einkunnarorð komandi kynslóða. Stærð plánetunnar Jarðar er ekki meiri en svo, að við getum ferðast hvert á Jörð sem er á innan við sólarhring. Á síðustu dögum hafa afdalamenn landsins látið að sér kveðja í vaxandi mæli, og nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mætir menn, líka ritstjórar og fyrrverandi ritstjórar, sumir kalla sig „hina öldnu sveit“, hafa blásið í varnaðar- og hættu lúðra. Er mönnum mikið niðri fyrir. Er jafnvel gengið í skrokk á félögum og samherjum, sem þó hafa reynzt íhaldssamir vel í ýmsu öðru, og þeim brigzlað um brot á grundvallarstefnu stjórnmálaflokka og sjálfstæði þjóðarinnar. Í 25 ár höfum verið á innri markaði ESB, stærsta og öflugusta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, en þær fara 80% til Evrópu, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á - sennilega því bezta í heimi - en það hefur tryggt okkur lægsta mögulega verð og beztu mögulegu gæði á vöruaðdrætti okkar. Á sama tíma njótum við ferða-, dvalar- og starfsfrelsis í 31 landi, en gagnkvæm réttindi annarra ESB búa hafa tryggt okkur, að við gætum mannað öra uppbyggingu ferðaþjónustunnar, byggingariðnaðarins og fyllt í eyður á ýmsum öðrum starfssviðum, þar sem innlenda starfskrafta skorti. Þessi frjálsu samskipti og þessi frjálsa samkeppni, sem yfirstjórn ESB hefur jafnan tryggt, að sé sem sanngjörnust og réttlátust fyrir alla markaðsþátttakendur - líka og sérstaklega með tilliti til hagsmuna og öryggis almennings og neytenda – hefur gert okkur Íslendingum kleift, að rífa okkur fljótt og vel upp úr hruninu - sem reyndar aldrei hefði orðið, ef hér hefði verið Evra, ekki króna -, og byggja upp meiri velferð fyrir landsmenn, en áður þekktist. Þeir menn, sem beittu sér fyrir inngöngu Íslands í ESB, í gegnum EFTA og EES-samninginn, eiga því miklar þakkir skildar fyrir þá framsýni og þann framtíðarskilning, sem þeir sýndu, en þar standa fremstir í flokki Jón Baldvin, Björn Bjarnason og – undarlegt nokk – Davíð Oddsson (hjá ýmsum eykst vizkan með árunum, hjá öðrum virðist hún rýrna). Vatns- og hveraorka er auðvitað eins og hver annar varningur, sem gengur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með olíu, kol, sólarorku eða kjarnorku. Gildir það sama um orku landsmanna og hátæknivörur, flutningsþjónustu, ál- og fisksölu – að ekki sé nú talað um ferðaþjónustuna - og aðrar afurðir. Ef gæði eru mikil og kostnaður lágur, höfum við allt að vinna og litlu að tapa með því að fara inn á stóran og öflugan markað, auk þess sem slíkur markaður veitir okkur sjálfum aðhald. Auðvitað verður að tryggja, að við ráðum fyrir eigin orku, eins og við ráðum fyrir annari starfsemi og framleiðslu í landinu, en mín skoðun málsins bendir til, að svo sé, án vafa, og vísa ég þá m.a. til minnisblaðs Ólafs J. Einarssonar, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eftirlittssofnunar EFTA, til fjölmargra ára - sem trúlega veit manna mest og bezt um þetta mál -, en minnisblaðið var birt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á ráðherra, Þórdís Kolbrún, heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir þessari faglegu og traustvekjandi úttekt á orkupakkanum. Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóður, líka frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum. Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Skyldu frændur okkar ekki vita, hvað þeir eru að gera? Vantar þá eitt stykki „aldna sveit“ til ráðgjafar? Annað mál er það, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands eða meginlands Evrópu, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarorku, en með nýrri tækni, sem líka er í örri þróun, má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Fyrir undirrituðum er hér því á ferðinni stormur í vatnsglasi, og þeir, sem að honum standa, mega gjarnan draga sig til baka til afdala sinna og halda sig þar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Sjálfstæði og velferð fæst ekki án efnahagslegs styrks, efnahagslegs sjálfstæðis, og efnahagslegt sjálfstæði fæst aðeins með þáttöku í alþjóðasamstarfi og fullri nýtingu alþjóðlegra markaða; Sjálfstæði og velferð án efnahagslegs sjálfstæðis er ekki til. Gott dæmi um þetta er Kúba. Sumir hér eru svo þröngsýnir og íhaldsamir, að þeir sjá skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til samvinnu, samstarfs og tengsla við erlend öfl, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógnun við sjálfstæði landsmanna, þó að gjaldmiðill landsmanna, blessuð krónan, hafi reynst hið mesta svikatól og bölvaldur; svo má illu venjast að gott þyki. Helzt verður að kalla þetta afdalamennsku. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar frjálslyndur, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring og skilning. Má þakka þessum hluta þjóðarinnar þær miklu framfarir og þá upprisu frá hruninu, sem orðið hefur. Þetta fólk skilur, að ný samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að jörðin er orðin einn vettvangur, sem allt mannkynið verður að deila með sér. Gagnkvæmur skilningur, samstarf manna og þjóða og virðing við lífríki jarðar hljóta því að verða einkunnarorð komandi kynslóða. Stærð plánetunnar Jarðar er ekki meiri en svo, að við getum ferðast hvert á Jörð sem er á innan við sólarhring. Á síðustu dögum hafa afdalamenn landsins látið að sér kveðja í vaxandi mæli, og nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mætir menn, líka ritstjórar og fyrrverandi ritstjórar, sumir kalla sig „hina öldnu sveit“, hafa blásið í varnaðar- og hættu lúðra. Er mönnum mikið niðri fyrir. Er jafnvel gengið í skrokk á félögum og samherjum, sem þó hafa reynzt íhaldssamir vel í ýmsu öðru, og þeim brigzlað um brot á grundvallarstefnu stjórnmálaflokka og sjálfstæði þjóðarinnar. Í 25 ár höfum verið á innri markaði ESB, stærsta og öflugusta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, en þær fara 80% til Evrópu, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á - sennilega því bezta í heimi - en það hefur tryggt okkur lægsta mögulega verð og beztu mögulegu gæði á vöruaðdrætti okkar. Á sama tíma njótum við ferða-, dvalar- og starfsfrelsis í 31 landi, en gagnkvæm réttindi annarra ESB búa hafa tryggt okkur, að við gætum mannað öra uppbyggingu ferðaþjónustunnar, byggingariðnaðarins og fyllt í eyður á ýmsum öðrum starfssviðum, þar sem innlenda starfskrafta skorti. Þessi frjálsu samskipti og þessi frjálsa samkeppni, sem yfirstjórn ESB hefur jafnan tryggt, að sé sem sanngjörnust og réttlátust fyrir alla markaðsþátttakendur - líka og sérstaklega með tilliti til hagsmuna og öryggis almennings og neytenda – hefur gert okkur Íslendingum kleift, að rífa okkur fljótt og vel upp úr hruninu - sem reyndar aldrei hefði orðið, ef hér hefði verið Evra, ekki króna -, og byggja upp meiri velferð fyrir landsmenn, en áður þekktist. Þeir menn, sem beittu sér fyrir inngöngu Íslands í ESB, í gegnum EFTA og EES-samninginn, eiga því miklar þakkir skildar fyrir þá framsýni og þann framtíðarskilning, sem þeir sýndu, en þar standa fremstir í flokki Jón Baldvin, Björn Bjarnason og – undarlegt nokk – Davíð Oddsson (hjá ýmsum eykst vizkan með árunum, hjá öðrum virðist hún rýrna). Vatns- og hveraorka er auðvitað eins og hver annar varningur, sem gengur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með olíu, kol, sólarorku eða kjarnorku. Gildir það sama um orku landsmanna og hátæknivörur, flutningsþjónustu, ál- og fisksölu – að ekki sé nú talað um ferðaþjónustuna - og aðrar afurðir. Ef gæði eru mikil og kostnaður lágur, höfum við allt að vinna og litlu að tapa með því að fara inn á stóran og öflugan markað, auk þess sem slíkur markaður veitir okkur sjálfum aðhald. Auðvitað verður að tryggja, að við ráðum fyrir eigin orku, eins og við ráðum fyrir annari starfsemi og framleiðslu í landinu, en mín skoðun málsins bendir til, að svo sé, án vafa, og vísa ég þá m.a. til minnisblaðs Ólafs J. Einarssonar, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eftirlittssofnunar EFTA, til fjölmargra ára - sem trúlega veit manna mest og bezt um þetta mál -, en minnisblaðið var birt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á ráðherra, Þórdís Kolbrún, heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir þessari faglegu og traustvekjandi úttekt á orkupakkanum. Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóður, líka frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum. Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Skyldu frændur okkar ekki vita, hvað þeir eru að gera? Vantar þá eitt stykki „aldna sveit“ til ráðgjafar? Annað mál er það, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands eða meginlands Evrópu, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarorku, en með nýrri tækni, sem líka er í örri þróun, má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Fyrir undirrituðum er hér því á ferðinni stormur í vatnsglasi, og þeir, sem að honum standa, mega gjarnan draga sig til baka til afdala sinna og halda sig þar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun