Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:03 Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15