Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:03 Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15