Valfrelsi í skólamálum Katrín Atladóttir skrifar 25. september 2018 07:00 Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg greiðir 75% af meðalrekstrarkostnaði grunnskóla landsins á nemanda með barni í sjálfstæðum skóla. Þetta veldur því að sjálfstæðu skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er sannarlega ekki á færi allra foreldra að greiða skólagjöld og því veldur þetta ákveðinni stéttaskiptingu meðal barna. Eðlilegra væri að líta á þetta út frá réttindum barna til að sækja hvaða skóla sem er. Að barn hefði rétt á því að fá sama framlag óháð því hvaða skóla það og foreldrar þess kjósa að velja. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Mismunandi áherslur og lausnir í menntamálum henta hverju þeirra. Sjálfstæðir skólar bæta flóru skóla Reykjavíkur svo um munar. Þeir veita foreldrum valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna.Eykur gæði á öllum sviðum Fjölbreytt námsframboð og stefnur í kennslu skapa eðlilega samkeppni milli skóla. Aukin samkeppni eykur gæði á öllum sviðum, líka í menntamálum. Mikilvægt er að horfa ekki á sjálfstæða skóla sem einhvers konar ógn heldur sem tækifæri til að bæta menntun barna í borginni. En það eru ekki bara skólarnir sem njóta góðs af samkeppni. Fjölgun sjálfstæðra skóla er mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni þegar kemur að atvinnumöguleikum kennara. Þannig er líka verið að gera kennarastarfið að vænlegri valkosti.Jöfn tækifæri Tillaga okkar í Sjálfstæðisflokknum, sem verður tekin fyrir á næsta borgarstjórnarfundi, snýr að því að öll börn í Reykjavík fái jöfn fjárframlög frá borginni óháð því hvaða skóla þau sækja. Í staðinn munu sjálfstæðu skólarnir ekki rukka skólagjöld. Þannig má tryggja jöfn tækifæri allra barna til að sækja hvaða skóla sem hentar, óháð efnahag foreldra. Það er sanngirnis- og réttlætismál fyrir börnin í borginni að tillagan verði samþykkt.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar