Hagsmunir hvaða sjúklinga? Birgir Jakobsson skrifar 25. september 2018 07:00 Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun