Verja þarf meira fé í sýnilega löggæslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. september 2018 18:45 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira