Verja þarf meira fé í sýnilega löggæslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. september 2018 18:45 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis tekur undir áhyggjur um manneklu innan lögreglunnar og segir að auka þurfi fé til sýnilegrar löggæslu. Starfsemi kynferðisbrotadeildar hefur eflst til muna eftir að deildin fékk sérstaka úthlutun fyrr á þessu ári. Boðað var til fundar í morgun að frumkvæði allsherjar- og menntamálanefndar alþingis hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirstjórn embættisins tók á móti nefndarmönnum en með fundinum átti að leitast við að þeir fengju betri skilning á hlutverki og fjárþörf lögreglunnar en mannekla innan lögreglunnar hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri.Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar AlþingisVísir/Stöð 2„Ég held að það sé sameiginlega áhyggjuefni allra, bæði stjórnmálamanna og þeirra sem starfa við þetta, að þessari sýnilega löggæslu, fjöldi lögreglumanna á ferð um göturnar, þeim hefur fækkað, segir Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Páll segir að sannarlega hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið meira fjármagn og að sú aukning hafi verið eyrnamerkt ákveðnum verkefnum eins og kynferðisbrotadeild embættisins, en fjáraukningin skilaði sér mun öflugri deild. „Hitt þarf sannarlega að huga að, að fjölga í það sem þeir kalla almenn löggæsla, götulögreglunni,“ segir Páll.Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefndVísir/Stöð 2Það kom fram þarna, sem hefur komið fram margsinnis áður að það vantar meira fé í lögregluna sama hvernig súluritunum er stillt upp. Hvernig hún vinnur, óhjákvæmilega breytist ef hún er ekki fjármögnuð almennilega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn fagnaði því tækifæri að geta kynnt starfsemi embættisins fyrir nefndinni og rak ekki minni til þess að til svona fundar hafi verið boðað áður, hvað þá að frumkvæði nefndarinnar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Heldur þú að heimsókn sem þessi skili sér í auknu fé, betri aðbúnaði og betra lagaumhverfi?„Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég held allavega að þessi heimsókn skilaði miklu meiri og dýpri skilningi þeirra á okkar störfum. Það er alltaf fyrsta skrefið.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira