Vaxtahækkun vekur athygli Agnar Tómas Möller skrifar 26. september 2018 07:00 Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar