Landsréttur staðfesti í gær fjögurra ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir El Mustapha Bkhibkhi, karlmanni á sextugsaldri, fyrir að áreita fjórtán ára stúlku kynferðislega í mars í fyrra.
Var El Mustapha ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum en hann kom aftan að stúlkunni á öskudag í fyrra í rúllustiga í Kringlunni. Tók hann utan um hana, sagði henni að hann elskaði hana, kyssti hana, hélt um axlir hennar og snerti brjóst hennar utan klæða.
Bar maðurinn því við að í heimalandi hans þætti eðlilegt að faðma ókunnug börn og sýna þeim væntumþykju.
Var El Mustapha einnig gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur.