Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 11:31 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum. Dómsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum.
Dómsmál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira