Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. september 2018 13:01 Engan sakaði en málið er rakið til slæmra mannlegra mistaka Vísir/Vilhelm Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu. Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu.
Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira