KSÍ vill yfirbyggðan völl með opnanlegu þaki sem gæti borgað sig á áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:49 Guðni Bergsson vill yfirbyggðan völl. fréttablaðið Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira