Blind andúð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. september 2018 07:00 Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun