Langar ævir, litlar fjölskyldur Þorvaldur Gylfason skrifar 27. september 2018 07:00 New York – Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu. Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex milljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.Amma mín gifti sig í Keníu Þegar fyrrnefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og -mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.Færri börn Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku. Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11 ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.Framför heimsins Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? – þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: „Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.“ Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck, kanslari Þýzkalands, lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá.Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
New York – Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu. Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex milljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.Amma mín gifti sig í Keníu Þegar fyrrnefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og -mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.Færri börn Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku. Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11 ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.Framför heimsins Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? – þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: „Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.“ Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck, kanslari Þýzkalands, lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá.Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun