Ísland og Brexit Michel Sallé skrifar 27. september 2018 07:00 Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar