Ísland og Brexit Michel Sallé skrifar 27. september 2018 07:00 Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun