„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 19:30 Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.” Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.”
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14