Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 21:00 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf. Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf.
Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49