Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 07:00 Þjóðarsjóður verður fjármagnaður með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fyrirhugaður þjóðarsjóður fékk ekki háa einkunn hjá umsagnaraðilum. Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. Fyrirhuguðum sjóði er ætlað að vera „áfallavörn fyrir þjóðina“ þegar ríkissjóður verður fyrir ófyrirséðum áföllum. Í því samhengi eru nefndir til sögunnar atburðir á borð við móðuharðindin, Heimaeyjargosið, vistkerfisbrest á borð við hrun síldarstofnsins eða sjúkdómsfaraldur á borð við spænsku veikina. Áætlað er að byggja sjóðinn upp með arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, um tíu til tuttugu milljörðum árlega, þar til stærð sjóðsins er tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Eftir fimmtán ár er áætlað að stærð sjóðsins verði á bilinu 250 til 300 milljarðar. Sjóðnum yrði gert skylt að fjárfesta í erlendum verðbréfum til ávöxtunar. Í umsögn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir að gera verði skýran greinarmun á hlutverki þjóðarsjóðs og NTÍ. Heildargreiðslugeta sjóðsins sé 73 milljarðar króna og ekki ert ljóst hvort hinn nýi sjóður taki við þar sem eignir NTÍ þrýtur. Þá er í umsögn Viðskiptaráðs bent á það að þjóðarsjóði verði gert skylt að fjárfesta erlendis. Umfang sjóðsins gæti þýtt að erfiðara verður fyrir aðra innlenda fjárfesta að fjárfesta erlendis. „Í þessu sambandi koma lífeyrissjóðirnir fyrst upp í hugann. Innstreymi í þá er og verður mikið næstu ár og að auki bendir flest til þess að þeir muni vilja færa eignir í auknum mæli til útlanda. Þjóðarsjóður gæti því verið í beinni samkeppni við sjóðina á gjaldeyrismarkaði og hugsanlega takmarkað þeirra möguleika á að ná fram hagstæðri eignadreifingu,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs. Þar er einnig bent á að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi numið 619 milljörðum króna í lok síðasta árs. Umhugsunarvert sé að arðgreiðslum vegna orkuauðlinda skuli ekki vera forgangsraðað þangað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir. 20. september 2018 06:45
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00