Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2018 06:00 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti fyrr í mánuðinum og krafðist þess að hann yrði lýstur saklaus. Fréttablaðið/Ernir Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11
Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00