„Þeir hlógu ekki að mér, þeir hlógu með mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 22:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49