Auddi hjálpaði Steinda með Tinder-reikninginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 11:30 Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir að vera komnir á fertugs- og fimmtugsaldur eru þeir Auddi, Sveppi, Steindi og Pétur Jóhann óhræddir við að leyfa sínum innri börnum að leika lausum hala. Þetta sést líklega hvergi betur heldur en í glænýrri þáttaröð af Suður-Ameríska draumnum, en fyrsti þáttur var forsýndur í Kringlubíói í dag. „Það er alltaf smá stress, þetta er svona forsýning og fullt af fólki í bíó. Það væri leiðinlegt ef fullt af fólki kæmi í bíó og það myndi enginn hlægja,“ sagði Auðunn Blöndal áður en þeir félagar forsýndu fyrsta þátt af Suður-Ameríska draumnum í Kringlubíó í gær. Hann og allt gengið spjallaði við Ísland í dag fyrir sýninguna. „Þetta eru okkar hörðustu gagnrýnendur og svo er mamma og einhverjir sem myndu hlægja sama hvað við erum að gera.“ „Bara rétt áðan sagði pabbi við mig að þetta yrði örugglega slæmt. Hann er strax byrjaður að brjóta þetta niður,“ segir Steindi Jr. „Það eina sem fólk sagði við okkur áður en við fórum út: Þið verðið að fara varlega, þið við ekkert út í hvað þið eruð að fara. Svo kemur maður þarna út og þarna er bara venjulegt fólk sem er með fjölskyldur og er bara að vinna, með krakka í skóla og er bara að reyna gera daginn skemmtilegan,“ segir Sveppi sem er í liði með Pétri. „Við svíkjum allt sem við lofum foreldrum okkar að gera ekki en maður er alltaf mjög stressaður þegar maður er að fara svona út, og sérstaklega ég en ég er mjög stressuð týpa. Auddi lætur mig daglega heyra það þarna úti og það fer í hans fínustu taugar hvað ég er stressaður,“ segir Steindi. Steindi þurfti að stofna Tinder-reikning í Suður-Ameríku og aðstoðaði Auðunn Blöndal hann við myndaval og allt ferlið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira
Þrátt fyrir að vera komnir á fertugs- og fimmtugsaldur eru þeir Auddi, Sveppi, Steindi og Pétur Jóhann óhræddir við að leyfa sínum innri börnum að leika lausum hala. Þetta sést líklega hvergi betur heldur en í glænýrri þáttaröð af Suður-Ameríska draumnum, en fyrsti þáttur var forsýndur í Kringlubíói í dag. „Það er alltaf smá stress, þetta er svona forsýning og fullt af fólki í bíó. Það væri leiðinlegt ef fullt af fólki kæmi í bíó og það myndi enginn hlægja,“ sagði Auðunn Blöndal áður en þeir félagar forsýndu fyrsta þátt af Suður-Ameríska draumnum í Kringlubíó í gær. Hann og allt gengið spjallaði við Ísland í dag fyrir sýninguna. „Þetta eru okkar hörðustu gagnrýnendur og svo er mamma og einhverjir sem myndu hlægja sama hvað við erum að gera.“ „Bara rétt áðan sagði pabbi við mig að þetta yrði örugglega slæmt. Hann er strax byrjaður að brjóta þetta niður,“ segir Steindi Jr. „Það eina sem fólk sagði við okkur áður en við fórum út: Þið verðið að fara varlega, þið við ekkert út í hvað þið eruð að fara. Svo kemur maður þarna út og þarna er bara venjulegt fólk sem er með fjölskyldur og er bara að vinna, með krakka í skóla og er bara að reyna gera daginn skemmtilegan,“ segir Sveppi sem er í liði með Pétri. „Við svíkjum allt sem við lofum foreldrum okkar að gera ekki en maður er alltaf mjög stressaður þegar maður er að fara svona út, og sérstaklega ég en ég er mjög stressuð týpa. Auddi lætur mig daglega heyra það þarna úti og það fer í hans fínustu taugar hvað ég er stressaður,“ segir Steindi. Steindi þurfti að stofna Tinder-reikning í Suður-Ameríku og aðstoðaði Auðunn Blöndal hann við myndaval og allt ferlið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira