Sveitarstjórnarstigið til framtíðar Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. september 2018 07:00 Sveitarstjórnarfólk um allt land er í óða önn að leggja línur fyrir starfsemi síns sveitarfélags á yfirstandandi kjörtímabili. Næstu fjögur ár verða notuð til að búa í haginn og styrkja þjónustu við íbúana, skapa grundvöll fyrir bætt lífsskilyrði og búsetu hvar sem er á landinu. Takast á við gamlar sem nýjar áskoranir. Og þessar áskoranir eru margar og sumar flóknar. Íbúar gera eðlilega kröfu um góða þjónustu og gott mannlíf. Rafræn stjórnsýsla ryður sér til rúms og fjórða iðnbyltingin er hafin – fer á ógnarhraða þar sem gervigreind, sjálfkeyrandi bílar, drónar verða brátt hluti af daglegu lífi. Þá leggur ný löggjöf auknar kröfur á stjórnsýslu sveitarfélaga, eins og ný sveitarstjórnarlög, upplýsingalög og nú síðast lög um persónuvernd. Á sama tíma stöndum við frammi fyrir því að mörg sveitarfélög eru fámenn. Sú spurning gerist áleitnari hvort þau séu nægjanlega vel í stakk búin til að takast á við umfangsmiklar áskoranir. Meira en helmingur sveitarfélaga er með færri en eitt þúsund íbúa, það er að segja 39 af 72! Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem nú stendur yfir á Akureyri, setti ég fram tillögu um að mótuð yrði sameiginleg stefna um að fækka og efla sveitarfélögin. Það mætti t.d. byrja á átaki þar sem sveitarfélög hafa tiltekinn tíma, segjum fjögur til átta ár, til að ná tilteknum markmiðum í frjálsum sameiningum. Samhliða yrði fjárhagslegur stuðningur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga við sameiningar og til skuldalækkunar stóraukinn. Ég gæti séð það fyrir mér að um 15 milljarðar færu í slíkan stuðning á tímabilinu. Eftir að þessu tímabili lyki tæki við ákvæði sveitarstjórnarlaga um lágmarksíbúafjölda. Þau sveitarfélög sem ekki hefðu nýtt tímann til að ná settu markmiði þyrftu þar með að sameinast nágrannasveitarfélagi. Ég veit að sjónarmiðin verða ólík og áherslurnar mismunandi. En verkefnið er skýrt – að móta eina stefnu fyrir íslensk sveitarfélög, fyrir framtíðina. Stærð sveitarfélaga og geta þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum og styðja við umbreytingar og framþróun samfélagsins verður hluti af þeirri stefnumörkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarfólk um allt land er í óða önn að leggja línur fyrir starfsemi síns sveitarfélags á yfirstandandi kjörtímabili. Næstu fjögur ár verða notuð til að búa í haginn og styrkja þjónustu við íbúana, skapa grundvöll fyrir bætt lífsskilyrði og búsetu hvar sem er á landinu. Takast á við gamlar sem nýjar áskoranir. Og þessar áskoranir eru margar og sumar flóknar. Íbúar gera eðlilega kröfu um góða þjónustu og gott mannlíf. Rafræn stjórnsýsla ryður sér til rúms og fjórða iðnbyltingin er hafin – fer á ógnarhraða þar sem gervigreind, sjálfkeyrandi bílar, drónar verða brátt hluti af daglegu lífi. Þá leggur ný löggjöf auknar kröfur á stjórnsýslu sveitarfélaga, eins og ný sveitarstjórnarlög, upplýsingalög og nú síðast lög um persónuvernd. Á sama tíma stöndum við frammi fyrir því að mörg sveitarfélög eru fámenn. Sú spurning gerist áleitnari hvort þau séu nægjanlega vel í stakk búin til að takast á við umfangsmiklar áskoranir. Meira en helmingur sveitarfélaga er með færri en eitt þúsund íbúa, það er að segja 39 af 72! Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem nú stendur yfir á Akureyri, setti ég fram tillögu um að mótuð yrði sameiginleg stefna um að fækka og efla sveitarfélögin. Það mætti t.d. byrja á átaki þar sem sveitarfélög hafa tiltekinn tíma, segjum fjögur til átta ár, til að ná tilteknum markmiðum í frjálsum sameiningum. Samhliða yrði fjárhagslegur stuðningur Jöfnunarsjóð sveitarfélaga við sameiningar og til skuldalækkunar stóraukinn. Ég gæti séð það fyrir mér að um 15 milljarðar færu í slíkan stuðning á tímabilinu. Eftir að þessu tímabili lyki tæki við ákvæði sveitarstjórnarlaga um lágmarksíbúafjölda. Þau sveitarfélög sem ekki hefðu nýtt tímann til að ná settu markmiði þyrftu þar með að sameinast nágrannasveitarfélagi. Ég veit að sjónarmiðin verða ólík og áherslurnar mismunandi. En verkefnið er skýrt – að móta eina stefnu fyrir íslensk sveitarfélög, fyrir framtíðina. Stærð sveitarfélaga og geta þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum og styðja við umbreytingar og framþróun samfélagsins verður hluti af þeirri stefnumörkun.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar