Eftiráspeki Hörður Ægisson skrifar 28. september 2018 07:00 Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar