Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir staðsetningu lögreglubílsins skömmu fyrir áreksturinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2018 22:00 Hér má sjá staðsetningu lögreglubifreiðarinnar skömmu fyrir áreksturinn. Inni í stærri hringnum má sjá myndina í aðdrætti Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega. Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega.
Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07