Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir staðsetningu lögreglubílsins skömmu fyrir áreksturinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2018 22:00 Hér má sjá staðsetningu lögreglubifreiðarinnar skömmu fyrir áreksturinn. Inni í stærri hringnum má sjá myndina í aðdrætti Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega. Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar bifreið var ekið aftan á lögreglubifreið á Suðurlandsvegi við Bláfjallaafleggjara um miðjan dag í gær. Fimm voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar rétt áður en áreksturinn verðurSkjáskot úr vefmyndavél VegagerðarinnarMálsatvik voru þau að lögreglumenn voru við hraðamælingar á Suðurlandsvegi og höfðu mælt ökumann við hraðakstur og stöðvað hann skammt vestan Bláfjallaafleggjara. Voru þeir að ræða við ökumann inni í lögreglubifreiðinni þegar ekið var aftan á hana á miklum hraða. Aðstæður á staðnum eru þannig að Suðurlandsvegur hefur tvær akreinar í hvora átt og liggur vegurinn beinn á löngum kafla. Vegöxlin er breið og er hún skilin frá veginum með óbrotinni línu. Er áreksturinn varð var lögreglubifreiðin vel fyrir utan akreinina og ekki inni á veginum og með blá blikkandi ljós, öðrum við viðvörunar.Eins og sjá má kastaðist lögreglubíllinn yfir veginn við áreksturinn.Visir/Jóhann K. JóhannssonLögreglumenn vinna eftir ákveðnum og mjög skýrum verklagsreglum þegar ökutæki er stöðvað, líkt og atvikaðist Suðurlandsvegi í gær. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Sandskeið, frá því um miðan dag í gær, skömmu fyrir áreksturinn, sýnir stöðu lögreglubifreiðarinnar og ökutækisins, sem þeir voru búnir að stöðva, vel.Eins og sjá má er lögreglubíllinn afar illa farinn eftir áreksturinn og með ólíkindum að tveir lögreglumenn og ökumaður annars bíls hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞað sem vekur athygli miðað við stöðu lögreglubifreiðarinnar er að bifreiðin sem ekur aftan á, klessir á hægra afturhorn og hefur því þurft að hafa verið ekið á vegöxlinni. Við áreksturinn kastast lögreglubifreiðin yfir veginn sem styður það að lögreglumenn á vettvangi hafi stillt lögreglubílnum upp eftir verklagsreglum. Það er að ef árekstur verður skulu dekk höfð í beygju svo bíllinn lendi ekki á bílnum fyrir framan. Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn alvarlega.
Tengdar fréttir Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg lokaður á meðan unnið er á vettvangi. 26. september 2018 15:07