Óli Geir selur höllina Benedikt Bóas skrifar 28. september 2018 07:00 Ekki náðist í Óla Geir í gær og ekki er vitað hvort hann er að stækka við sig eða minnka. Mynd/Samsett Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hefur sett 208 fermetra höll sína í Fitjaási í Reykjanesbæ á sölu. Er ásett verð 63 milljónir króna. Húsið er fimm herbergja einbýli á einni hæð, byggt á því herrans ári 2007, með tvöföldum 40 fermetra bílskúr. Anddyrið er flísalagt með góðum fataskápum. Inn af því er komið inn í flísalagt stórt alrými. Eldhúsið sæmir eðalbornum og hvaða kokk sem er. Risastórt með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og miklu borðplássi. Þar má henda í allra handa rétti án þess að finna til plássleysis.Eignasalan.is hefur höllina hans Óla til sölu. Þar er meðal annars leðurklæddur bar og svarti og hvíti liturinn nýtur sín í botn.Mynd/Eignasalan.isHjónaherbergið er vel skreytt með stóru fataherbergi inn af. Silkimjúkt harðparket er þar á gólfum. Dugar ekkert minna. Tvö önnur herbergi eru í húsinu einnig með harðparketi. Baðherbergið er með hornbaðkari og sturtu sem rúmar tvo auðveldlega. Sturtuhausinn er fyrsta flokks. Gólfhiti er í húsinu og þvottahúsið er eins og klippt út úr Húsum og híbýlum. Glæsileg vinnuaðstaða. Bílskúrinn er síðan draumur allra enda tvöfaldur og nóg af plássi. Óli Geir varð hluti af þjóðarsálinni þegar hann var kosinn Herra Ísland árið 2005. Hann varð síðar að skila þeim titli. Var það í fyrsta sinn sem það gerðist í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands. Ástæðan sem honum var gefin var að hann hefði kynnt hjálpartæki ástalífsins í sjónvarpsþættinum Splash og bloggað um daginn og veginn. Jón Gunnlaugur Viggósson tók við keflinu. Óli Geir hefur síðan haldið tónlistarhátíð og snertir á sjálfum tímanum með úrafyrirtæki sínu Nora.Mynd/Eignasalan.isMynd/Eignasalan.is
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira