Þá dregur talsvert úr vindi og vætu í kvöld og nótt. Á morgun snýst hins vegar í norðvestanátt með skúrum og síðar éljum, en léttir til á Suðausturlandi. Þá hvessir talsvert fyrir austan annað kvöld og verður þá mjög hviðótt á sunnanverðum Austfjörðum. Jafnframt kólnar í veðri og hálka getur því myndast á vegum.
Sunnudagsspáin lítur vel út, að sögn veðurfræðings, með hægum vindi og svölu veðri. Vegfarendum helgarinnar er þó bent á að fylgjast vel með veðurspám og færð og ekki láta hvassviðri, hríðarveður eða hálku koma sér í opna skjöldu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir, en síðar él á N- og A-landi, en annars léttskýjað. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast með S-ströndinni.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og yfirleitt léttskýjað, en vaxandi suðaustanáatt og þykknar upp SV-til um kvöldið. Hiti víða 2 til 6 stig, en vægt fost í innsveitum NA-til.
Á mánudag:
Suðaustan hvassviðri og talsverð rigning einkum S-lands, og hlýnandi veður, en vestlægari og skúrir um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt N-til, en vestlægari fyrir sunnan og víða skúrir eða él, en léttskýjað SA-lands. Hiti 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum A-til.
Á fimmtudag:
Lítur út fyrir svala norðanátt með éljum N-til, en bjartviðri syðra.