Athygli vekur að tvö ferðaþjónustufyrirtæki eru meðal 10 efstu gjaldenda; Icelandair sem alls greiddi næstum 1,6 milljarða í opinber gjöld, og Bláa lónið, sem greidd 1,1 milljarð.
Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu við lok álagningar 2018 var 61.027 en þar af voru 44.102 skattskyld félög og sameignarfélög og 16.925 lögaðilar sem undanþegnir eru tekjuskatti.
Alls voru 186.829.068.140 kr. lagðar á lögaðila í opinber gjöld sem var 751.988.887 kr. eða 0,4 prósent meira en lagt var á í fyrra. Alls nam álagning tryggingagjalds rúmlega 93 milljörðum króna, sem er 6,7 prósent aukning frá fyrra ári. Þá voru næstum 75 milljarðar innheimtir í tekjuskatt og þá skilaði sérstaktur skattur á fjármálafyrirtæki rúmum 9 milljörðum.
„Þá má geta þess að 2.124.161.798 kr. voru endurgreiddar nýsköpunarfyrirtækjum í skattfrádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem var 16.672.630 kr. meira en var endurgreitt í fyrra. Auk þess gekk 624.458.256 kr. skattfrádráttur til nýsköpunarfyrirtækja upp í álagðan tekjuskatt þeirra,“ segir í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra.
Listann yfir 40 hæstu gjaldendur má sjá hér að neðan.
