Hálfíslenska tvíeykið Pale & Paler vann CrossFit-mót í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 13:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner. Mynd/Fésbókin/Swiss Alpine Battle Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira