Slettið enskunni, slobbarnir ykkar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun