Innlent

Tvíkelfingarnir Steina og Sveina komnar í heiminn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Baldur Sveinsson, bústjóri á einangrunarstöðinni og Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir halda hér á Steinu og Sveinu sem báðar eru svartar á lit.
Baldur Sveinsson, bústjóri á einangrunarstöðinni og Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir halda hér á Steinu og Sveinu sem báðar eru svartar á lit. Mynd/Búnaðarsamband Suðurlands
Þessa dagana eru að fæðast hreinræktaðir kálfar af Aberdeen Angus kyni frá Noregi á einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Fyrsti kálfurinn fæddist 30. ágúst en hann fékk nafnið Vísir.

Þar á eftir fæddist annar nautkálfur sem fékk nafnið Týr og í nótt bar kýrin Dallilja tveimur kvígukálfum sem voru nefndar Steina sem var 35 kg og Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri og Letti av Nordstu.

Þá má geta þess að Vísir og Týr eru albræður Steinu og Sveinu. Þetta kemur meðal annars fram á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands. Næstu daga er von á átta kálfum í viðbót á einangrunarstöðinni.

Dallilja með dætur sínar, Steinu og Sveinu.Mynd/Búnaðarsamband Suðurlands

Tengdar fréttir

Vísir í níu mánaða einangrun

Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×