Raforkuþörfin mun meiri en áður hafði verði gert ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. september 2018 20:15 Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla. Vísir/Egill Endurreiknuð spá um raforkuþörf á Íslandi til ársins tvö þúsund og fimmtíu gerir ráð fyrir mun meiri raforku en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni mun afhending aukast um áttatíu prósent á næstu þrjátíu árum eða sem nemur þremur Blönduvirkjunum.Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunnar sem gefin var út í síðustu viku en Fréttablaðið greindi fyrst frá í morgun.Þar kom fram að á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku án þess að gert sé ráð fyrir nýrri stóriðju.Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri en spáð var 2015, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar. Samkvæmt spánni mun afhending frá dreifikerfinu aukast um átta prósent fram til 2020 og um 80 prósent til 2050.„Fyrir mér er þetta verkefni þverpólítiskrar nefndar sem núna er í gangi, orkustefnarnefndar, að skoða þessi mál. Hvernig ætlum við að forgangsraða orku sem við sjáum okkur fært að ráðast í að afla á næstu árum og til hvaða verkefn,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er til skoðunar samstarf við sveitarfélög um að virkja jafnvel bæjarlæki til þess að halda í við raforkuþörfina. Ráðherra segir þetta snúast fyrst og fremst um forgangsröðun á nýtingu.„Í fyrsta lagi erum við með rammaáætlum um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ef við skoðum núgildandi áætlun frá 2013 er í svokölluðum orkunýtingarflokki meira heldur en sem nemur raforkuþörf til 2050.“Árleg aukning þessarar notkunar er 1,8 prósent að meðaltali næstu 33 árin. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að ef litið sé til þess hvernig á að forgangsraða þufti samfélagið að ráðast sem fyrst í orkuskipti. Umhverfismál Tengdar fréttir Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. 10. september 2018 07:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Sjá meira
Endurreiknuð spá um raforkuþörf á Íslandi til ársins tvö þúsund og fimmtíu gerir ráð fyrir mun meiri raforku en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni mun afhending aukast um áttatíu prósent á næstu þrjátíu árum eða sem nemur þremur Blönduvirkjunum.Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunnar sem gefin var út í síðustu viku en Fréttablaðið greindi fyrst frá í morgun.Þar kom fram að á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku án þess að gert sé ráð fyrir nýrri stóriðju.Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri en spáð var 2015, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar. Samkvæmt spánni mun afhending frá dreifikerfinu aukast um átta prósent fram til 2020 og um 80 prósent til 2050.„Fyrir mér er þetta verkefni þverpólítiskrar nefndar sem núna er í gangi, orkustefnarnefndar, að skoða þessi mál. Hvernig ætlum við að forgangsraða orku sem við sjáum okkur fært að ráðast í að afla á næstu árum og til hvaða verkefn,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er til skoðunar samstarf við sveitarfélög um að virkja jafnvel bæjarlæki til þess að halda í við raforkuþörfina. Ráðherra segir þetta snúast fyrst og fremst um forgangsröðun á nýtingu.„Í fyrsta lagi erum við með rammaáætlum um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ef við skoðum núgildandi áætlun frá 2013 er í svokölluðum orkunýtingarflokki meira heldur en sem nemur raforkuþörf til 2050.“Árleg aukning þessarar notkunar er 1,8 prósent að meðaltali næstu 33 árin. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að ef litið sé til þess hvernig á að forgangsraða þufti samfélagið að ráðast sem fyrst í orkuskipti.
Umhverfismál Tengdar fréttir Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. 10. september 2018 07:00 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Sjá meira
Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. 10. september 2018 07:00