Vill rannsókn á því hver sé nafnlausi pistlahöfundurinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 23:30 Sara Sanders stóð í ströngu í dag. Vísir/EPA Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45