Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2018 10:57 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. Þetta kemur fram í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við fyrirspurn Vísis um gengi mála. Ekki fengust svör við því fyrir hve mikið væri búið að selja og á hvaða vöxtum. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, tjáði fréttastofu Bloomberg í síðustu vku að útboðinu myndi ljúka öðru hvoru megin við helgina. Það hefur því dregist. Hann sagði að útboðinu hefði verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum. Föstudaginn 31. ágúst sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gæfu tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, myndi nást. Það væri þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla.Skráning á markað í Frankfurt á dagskrá Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air.
WOW Air Tengdar fréttir Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58 Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00
Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. 7. september 2018 10:58
Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7. september 2018 21:00