Aukið fé til lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna, skipulagðrar glæpastarfsemi og aukinnar landamæravörslu Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 11:38 Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Vísir/Vilhelm Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna. Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna.
Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira