
Níðingsháttur
Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum.
Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn.
Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra.
Skoðun

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar

Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor
Engilbert Sigurðsson skrifar

Flosa í formanninn
Jónas Már Torfason skrifar

VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu
Harpa Sævarsdóttir skrifar

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir
Gunnar Úlfarsson skrifar

Sólarhringur til stefnu
Flosi Eiríksson skrifar

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar?
Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Sjálfbærni og mikilvægi háskóla
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Að kenna eða ekki kenna
Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar

Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær
Aríel Pétursson skrifar

Nú ertu á (síðasta) séns!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Opið bréf til allra félagsmanna VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Táknrænar 350 milljónir
Sigmar Guðmundsson skrifar

Átök Bandaríkjanna við Evrópu
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna
Aron Heiðar Steinsson skrifar

„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu
Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar