Hróp gerð að ráðherrum við þingsetningu Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:00 Við þingsetninguna í dag. Vísir/Vilhelm Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag. Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28