Að stýra ferðaþjónustulandi Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. september 2018 07:00 Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar