Rétti forsetinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kosningum hefur þjóðin ekki alltaf verið fundvís á besta kostinn. Það var hún þó sannarlega þegar hún valdi Guðna Th. Jóhannesson forseta sinn. Þar gerði hún óneitanlega vel. Hann hefur margt merkilegt til málanna að leggja og áherslur hans einkennast af mannúð – og ekki veitir af í harðneskjulegum heimi. Við þingsetningu á dögunum hélt forsetinn ræðu sem endurspeglar vel umhyggju hans fyrir fólki og hlýju í þess garð. Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? spurði forsetinn sem vill að sjónum sé í auknum mæli beint að lýðheilsu og forvörnum. Þannig, sagði hann, mætti auka heill og hamingju fólks og sennilega spara fé til lengri tíma. Vonandi hafa þingmenn meðtekið orð forsetans og vel færi á því að stjórnvöld settu áherslur hans ofarlega á blað. Þannig væri örugglega hægt að bjarga einhverjum mannslífum. Lífið, sem best væri að við litum á sem dýrmæta gjöf, getur orðið í huga of margra að ánauð og um leið líður fólki skelfilega illa. Þá er skylt að rétta fram hjálparhönd og það má ekki gerast of seint. Forsetinn var í ræðu sinni að fjalla um hluti sem skipta máli, en vék einnig orðum að því sem litlu skiptir og varaði við því að staldrað væri um of við „álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá“, eins og hann orðaði það. Hann vitnaði síðan í orð hins ástsæla Stefáns Karls Stefánssonar um mikilvægi þess að dusta vitleysuna í burtu. Þessi orð áttu einkar vel við í þingsal þar sem mönnum er sérlega lagið að eyða tíma sínum í tilgangslaust karp. Stundum er eins og litið sé á það sem sjálfsagðan hluta af starfinu. Sem er fremur dapurlegt þegar haft er í huga hversu miklu þingmenn gætu raunverulega áorkað beindu þeir kröftum sínum alfarið að verkefnum sem skipta máli fyrir land og þjóð. Þeir mættu oftar íhuga skyldu sína gagnvart fólkinu í landinu og sameinast í góðum verkum fremur en að berja hver á öðrum. Þetta var góð og áminnandi en um leið yfirlætislaus ræða frá forsetanum. Fleiri stjórnmálamenn en þingmenn Alþingis hefðu gott af að sitja undir slíkri ræðu og hvarflar þá hugurinn umsvifalaust til borgarfulltrúa Reykjavíkur. Forsetinn hefði örugglega margt uppbyggilegt við þá að segja. Þjóðin veit að sérhlífni er ekki einkenni á forseta vorum því hann er duglegur að bregða sér af bæ og gengur í alls kyns verkefni og iðulega sýnir sig að hann er hinn besti mannasættir. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann mæti í Ráðhúsið og haldi þar litla en innihaldsríka tölu yfir borgarfulltrúum og bendi þeim á það að stöðugt karp er tímaeyðsla og að ekki sé til virðingar fallið að mæta pólitískum andstæðingum með skætingi. Skylda þeirra sé að takast á við þungvæg verkefni. Hinn ágæti forseti lýðveldisins er þeirrar gerðar að honum fer vel að beina stjórnmálamönnum á rétta braut. Ekki er vanþörf á. Þeir gleyma of oft að þeir hafa skyldur gagnvart landsmönnum.
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar