Undirskriftir til stuðnings mun hærri lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 13. september 2018 07:00 Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun