Undirskriftir til stuðnings mun hærri lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 13. september 2018 07:00 Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun