Að gefa tjald Árni Gunnarsson skrifar 13. september 2018 07:00 Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Allt of margir einstaklingar og fjölskyldur eru án fastrar búsetu og þurfa að leita sér skjóls í bráðabirgðahúsnæði og í neyðarathvörfum. Rauði krossinn hefur undanfarin ár sinnt þeim hópi einstaklinga sem háðir eru vímuefnum og nota þau í æð, sá hópur leitar sér almennt ekki aðstoðar á hefðbundinn hátt og eru flestir þessara einstaklinga heimilislausir. Ekið er á kvöldin um höfuðborgarsvæðið 6 daga vikunnar í sérútbúnum bíl sem nefnist Frú Ragnheiður. Bifreiðin er eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum og eru 70 sjálfboðaliðar starfandi í verkefninu. Á hverri vakt eru fjórir sjálfboðaliðar, tveir þeirra eru heilbrigðisstarfsmenn og sinna þessir starfsmenn starfinu af fórnfýsi utan síns vinnutíma. Flestir af sjálfboðaliðunum hafa starfað við þetta verkefni yfir langan tíma. Markmiðið með starfinu er skaðaminnkun; að draga úr að meiri skaði og áhætta eigi sér stað. Fjölmargir aðilar, bæði fyrirtæki og einstaklingar, veita þessu verkefni stuðning. Þekkt kaffihús í borginni gefur veitingar sem ekki náðist að selja yfir daginn, prjónahópar útbúa vettlinga, sokka og húfur sem dreift er í bifreiðinni og heildsalar gefa ávexti, kókómjólk og umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig gaf lyfjafyrirtæki verkefninu sýklalyf sem hefur gert það að verkum að hægt er að meðhöndla algengar sýkingar hjá hópnum með snemmtækum íhlutunum á vettvangi. Þannig er hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsöm inngrip seinna meir í heilbrigðiskerfinu. Allt gerist þetta undir verndarvæng Rauða krossins sem er treyst bæði af skjólstæðingum og velunnurum. Einn angi af starfinu undanfarið hefur verið að safna útilegubúnaði; tjöldum, svefnpokum, dýnum og tengdum búnaði sem endurspeglar húsnæðisvandann. Sinnt er bráðaþjónustu með því að útvega fólki skjól fyrir veðri og vindum. Að gefa tjald er algjört neyðarúrræði sem í raun ætti ekki að viðgangast í nútíma velferðarþjóðfélagi. Rauði krossinn í Reykjavík biðlar til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja þetta starf að láta í sér heyra því margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Þessir mjög svo viðkvæmu skjólstæðingar þarfnast okkar allra.
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar