Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. september 2018 07:00 Sævar Marinó Ciesielski gefur vitnisburð við aðalmeðferð í Hæstarétti árið 1980. mynd/ljósmyndasafn Reykjavíkur „Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Þar sem bæði ákæruvaldið og ákærðu gera sýknukröfur í málinu er vandséð að Hæstiréttur geti sakfellt á ný. Ragnar segir að þrátt fyrir það skipti miklu máli hvernig forsendur sýknudóms verði orðaðar. Málflutningurinn í dag og á morgun snúist því um meira en sekt eða sýknu.Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Sævar Ciesielski,„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina,“ segir Ragnar. Í dómi þyrfti líka að gagnrýna málsmeðferðina alla, á rannsóknarstigi, fyrir sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti. „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“ Hann segir að í málflutningi í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð og sönnunarmat; hvernig frásagnir voru fengnar fram og hvernig þær voru síðar metnar af dómstólunum. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinós Ciesielski, tekur undir með Ragnari. Hann segir dómþola og aðstandendur þeirra eiga rétt á því að horfst verði í augu við staðreyndir. „Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, fer fram á sýknu á grundvelli sönnunarskorts. Hann segir að þrátt fyrir að aðilar máls séu sammála um sýknukröfur hafi menn ólík sjónarmið um hvaða rök séu mikilvægust í því sambandi og hvernig þau verði sett fram. Búast megi við að málflutningurinn snúist um þessi atriði.Enn er ekki útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á þeim grundvelli að úrskurður endurupptökunefndar sé ólögmætur. Verjendur telja þó ekki miklar líkur á frávísun enda hafi ekkert komið upp í undirbúningi málsins sem bendi til þess. Ragnar bendir þó á að rétturinn skammti málinu afar stuttan tíma í málflutningi og spyr sig hverju það sæti. „Það er óskiljanlegt að Hæstiréttur geti ekki lagt á sig örfáa klukkutíma í viðbót í þessu máli sem er skandall í sögu réttarins og reynt að rétta það við og ávinna sér traust meðal almennings.“Þeir Oddgeir eru sammála um að málið hefði þarfnast mun ítarlegri umfjöllunar. Þannig hafði Oddgeir til dæmis óskað eftir 5 klukkustundum til að gera grein fyrir máli Sævars, en aðeins fengið einn og hálfan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira