Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. september 2018 07:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira