Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. september 2018 13:15 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira