Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. september 2018 13:15 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira