Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 14:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. vísir/anton brink Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi.
WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11
Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30
Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30