Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 11:14 Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24