Bikarhefðin ekki rík hjá liðunum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 08:00 Blaðamannafundur um bikarúrslitaleik í knattspyrnu karla. Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira