Áætla að vélmenni búi til fleiri störf en þau ryðja úr vegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 12:07 Mikil tilfærsla mun eiga sér stað á vinnumarkaði á komandi árum. vísir/getty Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér. Nýsköpun Tækni Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira