Enski boltinn

Augnmeiðslin gætu kostað Firmino PSG-leikinn annað kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jan Vertonghen potar í auga Roberto Firmino.
Jan Vertonghen potar í auga Roberto Firmino. Vísir/Getty
Fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni er á Anfield á morgun þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn. Ein stærsta stjarna Liverpool gæti misst af leiknum.

Roberto Firmino meiddist á auga í sigurleiknum á móti Tottenham á laugardaginn en hann hafði áður komið Liverpool í 2-0. Liverpool vann leikinn síðan 2-1.

Roberto Firmino var augljóslega sárkvalinn og fór í kjölfarið af velli. Belginn Jan Vertonghen hafði þá potað í augað á Brasiliumanninum eins og sést hér á myndinni sem fylgir fréttinni.





Roberto Firmino er gríðarlega mikilvægur fyrir sóknarleik Liverpool-liðsins enda oft miðpunkturinn þegar sóknarmenn liðsins eru að spila sig í gegn.

Roberto Firmino er þegar kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann hefur skorað í tveimur síðustu leikjum á móti Leicester og Tottenham.

Það yrði mikill missir fyrir Liverpool-liðið ef Roberto Firmino getur ekki verið með á móti stórliði Paris Saint-Germain á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×