Allt er vænt sem vel er grænt Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. september 2018 07:15 Blikarnir fagna. vísir/daníel Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira